miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæðingafimi Hrímnis

23. apríl 2014 kl. 20:46

Korgur frá Ingólfshvoli, knapi Artemisa Bertus

Hrímnir Champion í verðlaun

Á laugardaginn næstkomandi munu nemendur á 3. ári hestafræðideildar Hólaskóla vera með kennslusýningu í tengslum við sýninguna Tekið til kostanna. Sýningin verður í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki og hefst kl. 13:00.

Artemisia Bertus og Korgur frá Ingólfshvoli munu hefja sýninguna en þau voru sigurvegara í gæðingafimi Meistaradeildar VÍS 2012. Því næst munu reiðkennarefnin fara yfir þjálfun reið- og keppnishesta en gæðingafimi er einmitt keppnisgrein í þjálfun.

Að lokinni sýnikennslu verður keppt í gæðingafimi þar sem hnakkur verður í 1. verðlaun og þekktir knapar og gæðingar mæta til leiks.