laugardagur, 15. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæðingafimi Meistaradeildar VÍS - myndbrot

12. mars 2010 kl. 14:52

Gæðingafimi Meistaradeildar VÍS - myndbrot

Í gær, þann 11.mars var keppt í Gæðingafimi í Meistaradeild VÍS. Mótið var vel sótt eins og flest mót deildarinnar hafa verið. Tvö dómaragengi voru við störf, annað til þess að dæma gangtegundir og flæði, en hitt dæmdi fjölhæfni og æfingar.

Það sem blasir við er maður fylgist með keppni af þessu tagi er að Gæðingafimin sem keppnisgrein er ákaflega lítið mótuð og voru áhorfendur margir hverjir ekki vissir um það hvað það er sem mótar einkunnagjöf. Þyrfti umgjörðin að vera ljós öllum og reglur skýrar.

Sýningar voru fjölbreyttar og hver með sínu sniði. Meðan einn gerði útá hraðabreytingar og öryggi á gangtegundum, gerði annar meira útá æfingar og vinnu á baugum. Eins voru útfærslur æfinga með ýmsu sniði og urðu áhorfendur bara að ráða í það sem fyrir augu bar.

Nefnd innan FT er að vinna að þessu verkefni, móta reglur um Gæðingafimina og vonandi mun eitthvað koma frá henni fljótlega.
Hér fylgir með stutt myndbrot, þar sem sjá má þá fjóra knapa sem röðuðu sér í efstu sætin. Tekið skal fram að mynbrotin eru tekin í forkeppni viðkomandi knapa.