föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæðingafimi Meistaradeildar Suðurlands

9. febrúar 2011 kl. 12:46

Jakob Svavar Sigurðsson á Auði frá Lundum.

Knapar tefla fram nýjum hestum

Birtir hafa verið ráslistar fyrir Gæðingafimi Meistaradeildar Suðurlands í hestaíþróttum, sem fram fer annað kvöld, fimmtudag, í Ölfushöllinni. Gæðingafimin er byggð á hugmynd Eyjólfs Ísólfssonar, sem var fyrst kynnt á FM1993 á Vindheimamelum. Í þeirri keppni sigraði með glæsibrag Einar Öder Magnússon á Oddi frá Selfossi.

Hugmyndin að baki Gæðingafiminnar er að blanda saman í eina keppni gangtegundum íslenska gæðingsins og fimiæfingum - á á frjálsum vangi. Keppnin er ekki riðin á hringvelli, heldur hefur keppandinn allt rými vallarins, í þessu tilfelli allt reiðgólf Ölfushallarinnar, til umráða.

Það hefur tafið fyrir þróun Gæðingafiminnar að smekkur fólks er misjafn á því hvort eigi að vega meira í keppninni, mýkt , fegurð og samspil, eða fótlyfta og vígalegheit. Greinilegt er að dómarar eru oft á tíðum ekki með á hreinu eftir hverju skal fara. Fallegasta prógram sem riðið hefur verið í Gæðingafimi í Ölfushöll var framið af Jakobi Sigurðssyni á stóðhestinum Auði frá Lundum, sem byggðist fyrst og fremst á mýkt, fegurð og samspili manns og hests.

Hér að neðan er ráslistinn fyrir gæðingafimina. Eins og sjá má tefla margir knapar fram nýjum hestum.

Rásröð Nafn Lið Hestur

1 Sigursteinn Sumarliðason Spónn.is Geisli frá Svanavatni

2 Hulda Gústafsdóttir Árbakki / Norður-Götur Kjuði frá Kirkjuferjuhjáleigu

3 Vignir Siggeirsson Hrímnir Heljar frá Hemlu

4 Bergur Jónsson Top Reiter / Ármót / 66°Norður Simbi frá Ketilsstöðum

5 Anna Valdimarsdóttir Málning / Ganghestar Náttar frá Vorsabæjarhjáleigu

6 Hekla Katharína Kristinsdóttir Auðsholtshjáleiga Vígar frá Skarði

7 Olil Amble Lýsi 

8 Jakob Svavar Sigurðsson Top Reiter / Ármót / 66°Norður Árborg frá Miðey

9 Sigurður Sigurðarson Lýsi Hljómur frá Höfðabakka

10 Teitur Árnason Árbakki / Norður-Götur Þulur frá Hólum

11 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Auðsholtshjáleiga Tíbrá frá Auðsholtshjáleigu

12 Sigurður Vignir Matthíasson Málning / Ganghestar Máttur frá Leirubakka

13 Þorvaldur Árni Þorvaldsson Top Reiter / Ármót / 66°Norður Kiljan frá Steinnesi

14 Bylgja Gauksdóttir Auðsholtshjáleiga Grýta frá Garðabæ

15 Viðar Ingólfsson Hrímnir Röskur frá Sunnuhvoli

16 Sólon Morthens Spónn.is Frægur frá Flekkudal

17 Sigurbjörn Bárðarson Lýsi Jarl frá Mið-Fossum

18 Hinrik Bragason Árbakki / Norður-Götur Sveigur frá Varmadal

19 Henna Johanna Sirén Spónn.is Gormur frá Fljótshólum 3

20 Valdimar Bergstað Málning / Ganghestar Leiknir frá Vakurstöðum

21 Snorri Dal Hrímnir Helgi frá Stafholti