mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæðingafimi í Meistaradeild

9. febrúar 2012 kl. 08:00

Jakob Svavar Sigurðsson mun freista þess að verja titil sinn í gæðingafimi frá í fyrra á Áborgu frá Miðey.

Árborg, Díva, Þrumufleygur, Geisli

Í kvöld, fimmtudaginn 9. febrúar verður keppt í gæðingafimi í Meistaradeild í hestaíþróttum. Mótið hefst klukkan 19:30 í Ölfushöllinni.

Gæðingafimin er blanda af gangtegundum og fimiæfingum. Knapar þurfa að sýna að lágmarki þrjár gangtegundir og fimm fimiæfingar og er einungis ein skylduæfing, en hún er opinn sniðgangur á tölti. Lengd sýningar má vera að
hámarki þrjár og hálf mínúta. Sú breyting hefur orðið á frá því í fyrra að einungis 5 knapar ríða úrslit en ekki 10 eins og hefur verið undanfarin ár.

Í fyrra var það Jakob S Sigurðsson, Top Reiter/Ármót, sem sigraði gæðingafimina á hryssunni Árborgu frá Miðey og eru þau skráð til leiks í kvöld. Önnur fræg hross sem ekki hafa áður keppt í Meistaradeildinni eru Díva og Þrumufleygir frá Álfhólum og Geisli frá Svanavatni.

Ráslistar:

1 Teitur Árnason  Árbakki / Norður-Götur  Glaumur frá Vindási
2 Sigurður Sigurðarson    Lýsi    Dreyri frá Hjaltastöðum
3 Artemisia Bertus Hrímnir Korgur frá Ingólfshvoli
4 Eyjólfur Þorsteinsson Lýsi  Klerkur frá Bjarnanesi
5 Eyvindur Mandal Hreggviðsson Auðsholtshjáleiga Hersveinn frá
Lækjarbotnum
6 Sara Ástþórsdóttir Ganghestar / Málning Díva frá Álfhólum
7  Þórdís Erla Gunnarsdóttir Auðsholtshjáleiga  Þóra-Dís frá
Auðsholtshjáleigu
8 Viðar Ingólfsson Hrímnir Segull frá Mið-Fossum
9 Sigurður Vignir Matthíasson Ganghestar / Málning Sóllilja frá Álfhólum
10 John Kristinn Sigurjónsson Hrímnir Þrumufleygur frá Álfhólum
11 Ólafur Ásgeirsson Spónn.is  Hugleikur frá Galtanesi
12 Hulda Gústafsdóttir Árbakki / Norður-Götur Sveigur frá Varmadal
13 Guðmundur Björgvinsson  Top Reiter / Ármót Hrímnir frá Ósi
14 Lena Zielinski  Auðsholtshjáleiga  Njála frá Velli II
15 Sigurbjörn Bárðarson Lýsi Jarl frá Mið-Fossum
16 Jakob Svavar Sigurðsson Top Reiter / Ármót Árborg frá Miðey
17 Sylvía Sigurbjörnsdóttir Ganghestar / Málning Þórir frá Hólum
18 Þorvaldur Árni Þorvaldsson Top Reiter / Ármót Segull frá Flugumýri II
19 Hinrik Bragason Árbakki / Norður-Götur Hængur frá Hæl
20 Ævar Örn Guðjónsson  Spónn.is  Bergþór frá Feti
21 Sigursteinn Sumarliðason Spónn.is Geisli frá Svanavatni