miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæðingafimi Hrímnis

30. apríl 2014 kl. 13:28

Gæðingafimi Hrímnis

Úrslit

Reiðkennaraefni Hólaskóla voru með kennslusýningu á laugardaginn s.l. og var þema sýningarinnar þjálfun reið- og keppnishesta og var það tengt við keppni í gæðingafimi. Að lokinni kennslusýningu var riðin forkeppni í gæðingafimi og fengum við góða gesti til að keppa í greininni ásamt fulltrúum bekkjarins. Dómarar voru tamningameistararnir Mette Mannseth og Þórarinn Eymundsson ásamt fyrrverandi sigurvegara gæðingafimi Meistardeildar VÍS, Artemisia Bertus.

Forkeppnin var æsispennandi og var mjótt á munum en svo fór að Ólafur Andri Guðmundsson og Lukka frá Lindarholti stóðu efst með einkunina 7,70, annar var Ísólfur Líndal Þórisson og þriðji, Sigvaldi Lárus Guðmundsson.

Úrslit voru svo riðin um kvöldið sem hluti af sýningunni Tekið til kostanna. Ísólfur dró sig úr úrslitum og því varð úr að bræðurnir Ólafur og Sigvaldi öttu kappi um kvöldið. Ólafur hafði sigur með einkunina 6,74 en mjótt var á munum því einungis munaði 0,1 á einkunum þeirra og hlaut Sigvaldi 6,64. Í fyrstu verðlaun var Hrímnir Champion hnakkur og í önnur verðlaun var ábreiða frá KS Eyrinni. Þökkum við Hrímni og KS fyrir stuðninginn.