föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæðingafimi frestað um sólarhring

10. febrúar 2011 kl. 12:12

Siggi Sig á Loka frá Selfossi. Eins og sjá má eru áhorfendastúkurnar fullskipaðar.

Stormspá fyrir Suðurland

Stjórn Meistaradeildar í hestaíþróttum hefur tekið þá ákvörðun að fresta
keppni í Gæðingafimi um einn sólarhring vegna veðurs. Mótið mun því fara
fram í Ölfushöllinni, Ingólfshvoli, annað kvöld klukkan 19:30.

Veðurstofa Íslands hefur gefið út stormviðvörun fyrir suður- og vesturland
í kvöld og stefnir í eins veður og var síðast liðinn þriðjudag. Veðurspáin
fyrir morgundaginn er mun hæagstæðari og því var tekin sú ákvörðun að
fresta mótinu um sólarhring.

www.meistaradeild.is