laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gaddstaðaflatir eru ennþá inni í myndinni

4. janúar 2010 kl. 11:39

Erum eingöngu í viðræðum við Fák

„Það er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um Landsmótstað fyrir LM2012. Gaddstaðaflatir eru ennþá inni í myndinni,“ segir Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands hestamannafélaga.

„Ég viðurkenni fúslega að það er mjög bagalegt að ákvörðun um staðarval skuli dragast svona lengi,“ segir Haraldur, en sú ákvörðun átti samkvæmt lögum og reglum LH að liggja fyrir í júní síðastliðnum. „Þetta ferli hefur einfaldlega tekið lengri tíma en ráð var fyrir gert. Við teljum það hins vegar sjálfssagt að ræða við Fák og skoða um leið hvort mót í þéttbýli bjóði hugsanlega upp á aðra og betri möguleika út frá rekstrarlegum forsendum. Miðað við breyttar aðstæður, en nú er áratugur síðan Landsmót var haldið í Reykjavík.

Við stefnum að því að ljúka viðræðum við Fák fyrir lok febrúar. Ef við teljum ekki fýsilegt að halda mótið í Reykjavík þá munum við næst leita eftir viðræðum við Rangárbakka ehf. um að halda LM2012,“ segir Haraldur Þórarinsson.