mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrstu Reykjavíkurmeistararnir krýndir

5. maí 2012 kl. 20:52

Fyrstu Reykjavíkurmeistararnir krýndir

Úrslit slaktaumatöltskeppni þriggja flokka var um það bil að ljúka hér í fallegri kvöldsól í Víðidal.

 
Hrefna María Ómarsdóttir hreppti fyrsta Reykjavíkurmeistaratitil mótsins eftir jafna og spennandi keppni í 1. flokki, á Dís frá Jaðri.
 
Spennan var mest í ungmennaflokki þar sem Teitur Árnason á Gammi frá Skíðbakka voru efstir inn. Þeir leiddu eftir tvö fyrstu sýningaratriðin auk þess að hafa hlotið + frá dómara fyrir reiðmennsku. Teitur steig hins vegar af baki þegar keppendur voru að sýna tölt á slakan taum. Sigurinn varð Nínu Maríu Hauksdóttur sem sat Ófeig frá Syðri-Ingveldarstöðum af miklu öryggi öll úrslitin.
 
Valdimar Bergstað var svo nokkuð öruggur sigurvegari í Meistaraflokk á Tý frá Litla-Dal.
 
Meistaraflokkur
1 Valdimar Bergstað   Týr frá Litla-Dal 8.33
2 Ómar Ingi Ómarsson   Örvar frá Sauðanesi 7.71
3 Reynir Örn Pálmason   Greifi frá Holtsmúla 1 7.54
4 Anna S. Valdemarsdóttir   Adam frá Vorsabæjarhjáleigu 6.83
 
1. flokkur
1. Hrefna María Ómarsdóttir / Dís frá Jaðri 6.79
2. Halldóra H Ingvarsdóttir / Dagfinnur frá Blesastöðum 1A 6.75
3. Daníel Ingi Smárason / Gleði frá Hafnarfirði 6.67
4. Arnar Logi Lúðvíksson / Ágústus frá Búðardal 5.96
5. Saga Melbin / Bárður frá Gili 5.21
 
Ungmennaflokkur
1 Nína María Hauksdóttir  Ófeigur frá Syðri-Ingveldarstöðum 6.71
2 Arnór Dan Kristinsson   Háfeti frá Þingnesi 6.5
3 Rebekka Rut Petersen   Magni frá Reykjavík 6.46
4 Róbert Bergmann   Kári frá Bakkakoti 6.13
5 Sóley Þórsdóttir   Stilkur frá Höfðabakka 5.88
6 Teitur Árnason   Gammur frá Skíðbakka III 0