mánudagur, 24. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrstu Íslandsmeistararnir

26. júlí 2012 kl. 23:29

Fyrstu Íslandsmeistararnir

Þá er fimikeppninni lokið en margar góðar sýningar voru hjá krökkunum. Fyrstu Íslandsmeistararnir voru krýndir en Glódís Rún sigraði fimi barna með einkunnina 5,9 en hún var á hestinum Kamban frá Húsavík og er þar með orðin Íslandsmeistari í fimi barna. Íslandsmeistari í fimi unglinga er Harpa Sigríður Bjarnadóttir á Sváfni frá Miðsitju með einkunnina 5,5 og Íslandsmeistari í fimi ungmenna er Hanna Rún Ingibergsdóttir á hestinum Hlý frá Breiðabólsstað með einkunnina 4,9. 

Gaman er að sjá að nýjar keppnisgreinar eru að riðja sér til rúms en keppt hefur verið í fimi nú í nokkur ár og er þátttaka alltaf að aukast. Hver keppandi ríður fyrirfram ákveðið prógramm og mega þau fá einhvern til að lesa upp prógrammið á meðan þau ríða. Sýndar eru gangtegundir fet, brokk, stökk og tölt og síðan riðnar ákveðnar æfingar. Börn og unglingar ríða eins prógrömm en hjá ungmennunum er beðið um örlítið erfiðari æfingar eins og framfótarsnúning og fleira.
 
Niðurstöðu úr fimikeppninni:
FIMIKEPPNI A
Börn
Sæti Knapi Hross Litur Aðildafélag knapa Einkunn
1 Glódís Rún Sigurðardóttir Kamban frá Húsavík Móálóttur,mósóttur/milli-... Ljúfur 5,9
2 Védís Huld Sigurðardóttir Flóki frá Þverá, Skíðadal Brúnn/milli- stjörnótt   Ljúfur 5,8
3 Annika Rut Arnarsdóttir Gáta frá Herríðarhóli Rauður/milli- einlitt   Geysir 5,1
4 Sigurlin F Arnarsdóttir Jörundur frá Herríðarhóli Brúnn/milli- einlitt   Geysir 4,5
5 Ylfa Guðrún Svafarsdóttir Héla frá Grímsstöðum Brúnn/milli- einlitt   Fákur 4,1
6 Katla Sif Snorradóttir Gustur frá Stykkishólmi Brúnn Stígandi 4
7 Katrín Eva Grétarsdóttir Segull frá Reykjakoti Vindóttur/mó einlitt   Háfeti 3,3
 
Unglingar
Sæti Knapi Hross Litur Aðildafélag knapa Einkunn
1 Harpa Sigríður Bjarnadóttir Sváfnir frá Miðsitju Brúnn/dökk/sv. stjörnótt   Hörður 5,5
2 Ásdís Ósk Elvarsdóttir Ópera frá Brautarholti Rauður/milli- blesótt   Stígandi 5,3
3 Bjarki Freyr Arngrímsson Sjóður frá Sólvangi Jarpur/milli- einlitt   Fákur 5,1
4 Thelma Dögg Harðardóttir Tígull frá Runnum Leirljós/Hvítur/milli- st... Sörli 4,8
 
FIMIKEPPNI A2
Sæti Knapi Hross Litur Aðildafélag knapa Einkunn
1 Hanna Rún Ingibergsdóttir Hlýr frá Breiðabólsstað Brúnn/milli- einlitt   Sörli 4,9
2 Guðlaug Jóna Matthíasdóttir Zorró frá Álfhólum Brúnn/dökk/sv. einlitt   Andvari 4,8
3 Arna Ýr Guðnadóttir Þróttur frá Fróni Brúnn/dökk/sv. stjörnótt   Fákur 4,3