fimmtudagur, 17. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrstu hrossin komin í loftið

Jens Einarsson
15. september 2010 kl. 09:24

Útflunginur hefst að nýju eftir fjögra mánaða hlé

Útflutningur hrossa hófst að nýju á gær eftir fjögra mánaða hlé, sem varð vegna hrossapestarinnar. Á þriðja tug hrossa fór með flugi til Liege í Belgíu síðastliðna nótt en þaðan munu þau dreifast til hinna ýmsu landa Evrópu. Hrossin sem flutt voru út höfðu öll verið í 30 daga einangrun fyrir brottför. Öll stóðust heilbrigðisskoðun.

Kristbjörg Eyvindsdóttir, hrossaútflytjandi hjá HorseExport, segir að næstu vikur verði hross flutt í út í litlum skömmtum, 20 – 30 hross í senn, á meðan verið sé að prófa þá áætlun sem í gangi er, það er að segja 30 daga einangrunarferlið. Stórar vélar muni síðan fara síðar í haust. Tvö til þrjú hundruð hross, sem þegar eru seld, bíða nú útflutnings. Búist er við góðri hestasölu til útlanda í haust eins og endranær.