miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrstu gull Íslendinga

8. ágúst 2019 kl. 12:10

Eyrún Ýr og Eyrún Ýr á HM 2019

Eyrún Ýr með stjörnusýningu bæði knapi og hryssa

 

Nú er yfirliti lokið á fimm vetra stóðhestum og hryssum sem og sex vetra hryssum.

Mjallhvít frá Þverholtum, sýnd af Þórði Þorgeirssyni, hækkaði einkunn sýna fyrir skeið úr 7,0 í 7,5 og einnig einkunn fyrir vilja og geðslag úr 7,5 í 8,0. Aðaleinkunn hennar er því 8,14 og efsta sætið í fimm vetra flokki hryssa.

Þá átti Eyrún Ýr Pálsdóttir frábæran dag og hækkaði einkunnir sínar verulaga frá því í dómi. Eyrún Ýr að sjálfsögðu sýnd af nöfnu sinni Eyrúnu Ýr Pálsdóttur.  En þær stöllur gerður sér lítið fyrir og hækkuðu hæfileikaeinkunn úr 8,21 í 8,70. Eyrún Ýr hækkaði fyrir tölt úr 8,5 í 9,0, skeið úr 5,0 í 7,0 og fet úr 9,0 í 9,5. Frábær árangur og Eyrún Ýr því efst í sínum flokki.

Hamur frá Hólabaki varð annar í flokki fimm vetra stóðhesta en hann hækkaði einnig aðaleinkunn sína í dag. Hækkaði hann fyrir skeið úr 7,0 í 7,5, hægt stökk úr 7,5 í 8,0 og stökk úr 8,0 í 8,5. Þar af leiðandi hækkaði aðaleinkunn úr 8,36 í 8,44. Sýnandi er Tryggvi Björnsson

Hæst dæmdi hesturinn í flokki fimm vetra stóðhesta er Kolgrímur Grímsson fran Gunvarbyn, sýndur af Daníel Jónssyni en aðaleinkunn hans er 8,52. Svíar hljóta því gull í flokki fimm vetra stóðhesta.

Frábær árangur þessara kynbótahross en nú seinna í dag fer fram yfirlitssýning í flokki sex vetra stóðhesta og sjö vetra hryssa og stóðhesta.