föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrstu Bs. hestafræðingarnir

25. júní 2010 kl. 11:42

Áhugaverð lokaverkefni

Fyrstu þrír nemendurnir í sameiginlegu námi Háskólans á Hólum og Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri voru útskrifaðir við hátíðlega athöfn í Reykolti 4. júní. Með Bs. Próf í hestafræðum.

Þeir sem luku námi að þessu sinni voru Brynjar Skúlason, sem vann lokaverkefnið Vöxtur og þroski íslenska hestsins. Einar Reynisson, sem vann lokaverkefnið Áhrif mismunandi gleiddar höfuðjárns á þyngdardreifingu hnakks. Og Sigríður Bjarnadóttir, sem vann lokaverkefnið Stöðumat keppnishesta í Meistaradeild KS.

Þetta mun vera í fyrsta sinn hér á landi sem tveir háskólar brautskrá nemendur sameiginlega með Bs. gráðu. Og von er á fleiri hestafræðingum, því 20 nemendur voru á brautinni síðastliðinn vetur. Fyrstu tvo veturna eru nemendurnir á Hvanneyri, en síðan eina sumarönn og þriðja veturinn á Hólum.