þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrsta viðtalið úr hringferðinni

odinn@eidfaxi.is
17. nóvember 2013 kl. 11:22

Hleð spilara...

Næstu vikurnar munu birtast viðtöl úr hringferð Eiðfaxa.a Þorvaldur Ágústsson á Hvolsvelli er fyrstur viðmælenda.

Nú á næstu dögum og vikum munum við birta viðtöl þau sem tekin voru á hringferð Eiðfaxa.

Alls tókum við viðtöl við á fjórða tug viðmælenda en markmið ferðarinnar var að hitta hestaáhugamenn um allt land enda er Eiðfaxi fagtímarit allra hestamanna hvar sem þeir búa.

Á vaðið ríðum við með viðtali við Þorvald Ágústsson hrossaræktanda, tamningarmann og kennara á Hvolsvelli. Þorvaldur hefur verið í fremstu röðum hestamanna í áratugi og ræktað margan gæðinginn. Meðal hrossa sem hann hefur ræktað, tamið og sýnt er Njáll Hróðurssonur og Atlas Kormákssonur.

Þorvaldur hefur frá mörgu að segja og dregur fátt undan.