laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrsta Vetrarmót Smára

odinn@eidfaxi.is
9. febrúar 2014 kl. 13:23

Vetrarmót Smára

15. Febrúar á svæði féagsins í Torfdal á Flúðum.

Fyrsta Vetrarmót Smára verður haldið 15. Febrúar á svæði féagsins í
Torfdal á Flúðum. Mótið hefst klukkan 14:00 og tekið verður við
skráningum á staðnum frá kl 13:00-13:45

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
Pollaflokk (9ára og yngri)
Barnaflokk (10-13)
Unglingaflokk (14-17)
Ungmennaflokk (18-21)
I og II flokk fullorðinna
Unghrossaflokk (hross fædd 2009 og 2010), Unghrossaflokkur mun fara
fram á beinni braut.

Mótin verða þrjú talsins í vetur og safnar knapinn stigum og er því
ekki bundinn af að mæta með sama hrossið á öll mótin. Bæði eigandi
hests og knapi þurfa að vera virkir félagsmenn í Smára svo þáttaka sé
gild.

Skráningargjald er 500kr fyrir hverja skráningu og greiðist á staðnum.
Fríar skráningar í Barna og Pollaflokk. - Einungis hægt að greiða með
pening.

Vonumst til að sjá sem flesta, mætum og gerum okkur glaðan dag saman
kveðja, Mótanefnd Smára