miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrsta vetrarmót Smára 2017

22. febrúar 2017 kl. 23:00

Vetrarmót Smára

Vetrarmótið fer fram á Flúðum sunnudaginn 26 febrúar

Mótið verður haldið í Torfdal á keppnissvæði félagssins eins og fyrri ár. Það mun fara eftir veðri og vallarfærð hvort að mótið verði haldið úti, eða inni í höll. Pollarnir munu ríða inni.

Keppt verður í sömu flokkum og síðustu ár:

Pollaflokk
Unghrossaflokk (hross fædd 2012 og 2013)
Barnaflokk
Unglingaflokk
Ungmennaflokk
II Flokk
I Flokk

Mótið byrjar kl 14:00 á Pollaflokk, tekið er við skráningum inni í höll frá kl 13:30
Skráningargjald er 1500kr, frítt fyrir börn og polla.
Við minnum á að það er knapi sem safnar stigum sama á hvaða hrossi hann mætir. Svo lengi sem hrossið sé í eigu félagsmanns.
Vonumst til að sjá sem flesta,

kveðja, nefndin