sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrsta tölublað Eiðfaxa 2012

31. janúar 2012 kl. 13:58

Fyrsta tölublað Eiðfaxa 2012

Eiðfaxi er að koma út og mun berast til áskrifenda eftir helgi.

 
Meðal efnis er veglegt viðtal við tamninga- og landsliðskonuna okkar, Rúnu Einarsdóttur-Zingsheim. Sigurður Torfi Sigurðsson járningameistari fjallar um olnbogaágrip, Ólafur Örn Þórðarson og Erna Guðrún Jóhannesdóttir, hrossaræktendur að Skák (áður Búlandi) eru til viðtal, hrossaræktarráðunautur, knapar og ræktendur kynbótahrossa tjá sig um umdeildar breytingar á formi kynbótasýninga á landsmóti 2012. Þá er orðið algengara að hestamenn kjósi að láta raka hrossin sín og Eiðfaxi kíkti því í smá kennslustund í rakstri og er hún sýnd í máli og myndum og myndskeiðum með vefútgáfu, áhrif franskrar reiðlistar á íslenska hestamennsku er greind, DVD diskur um landsmótið er gagnrýnd og dýralæknar fjalla um fóðurbornar sýkingar í hrossum.
 
Forsíðuna prýðir hins vegar tamningamaðurinn og reiðkennarinn Jakob Svavar Sigurðsson en í fyrstu þremur tölublöðum Eiðfaxa er fylgst með hvernig hann þjálfar hesta til hámarks afkasta. Myndin er tekin af Gígju Dögg Einarsdóttur ritnefndarkonu í ljósaskiptum á góðviðrisdegi í janúar nálægt Steinsholti í Leirársveit þar sem Jakob rekur starfsemi sína. Jakob situr Funa frá Hofi og stóðhesturinn Skýr frá Skálakoti brokkar með þeim.
 
Áskrifendur Eiðfaxa geta nú nálgast þetta fyrsta tölublað ársins í vefútgáfunni hér.
 
Þeir áskrifendur sem hafa ekki enn opnað fyrir sinn aðgang að rafræna blaðinu geta gert það hér.
Þegar skráningu er lokið eru áskrifendur beðnir um að senda notendanafnið á netfangið ingibjörg@eidfaxi.is. Þá mun hin heiðraða Ingibjörg opna fyrir aðgang að vefútgáfunni.
 
Hægt er að gerast áskrifandi að í Eiðfaxa í gegnum síma 588-2525 eða rafrænt hér.
 
Þeir sem kjósa frekar að kaupa blaðið í lausasölu get gert það hér í vefversluninni.