sunnudagur, 16. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrsta tölublað 2010 komið út

10. febrúar 2010 kl. 14:24

Fyrsta tölublað 2010 komið út

Fyrsta tölublað Eiðfaxa 2010 hefur nú litið dagsins ljós. Blaðið er nú komið í hendur áskrifenda sinna og einnig er hægt að kaupa Eiðfaxa í lausasölu víða. Þar má nefna N1 stöðvarnar, Olís Mosfellsbæ, hestavöruverslanirnar og fleiri staði.

Í þessu fyrsta tölublaði ársins kennir ýmissa grasa. Meðal efnis er úttekt á útflutningi ársins 2009, púlsinn tekinn á æskulýðsstarfi hestamannafélaganna, kynning á Norðurlandamótinu í Finnlandi í sumar, yfirgripsmikil grein um útifóðrun hrossa, grein um höfðingjann Náttfara frá Ytra-Dalsgerði, viðtal við hina efnilegu Andvarastelpu Guðlaugu Jónu Matthíasdóttur, grein um gæðinginn og gæðingakeppnina, söguefni og síðast en ekki síst forsíðuviðtalið við þau Árna Björn Pálsson og Sylvíu Sigurbjörnsdóttur.

Skellið ykkur á eintak á næsta sölustað!