laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrsta Spunabarnið tamið

odinn@eidfaxi.is
10. október 2013 kl. 09:19

Glaumur frá geirmundarstöðum

Stóðhesturinn Glaumur frá Geirmundarstöðum

Fyrsta afkvæmi Spuna frá Vesturkoti er í tamningu en Eiðfaxi leit við hjá Janusi Eiríkssyni á Laugarbökkum þar sem hesturinn ar í tamningu.

Þessi þriggja vetra stóðhestur heitir Glaumur frá Geirmundarsstöðum í Skagafirði, en ræktandi hans er hin landsþekkti skemmtikraftur Geirmundur Valtýrsson.

En eigendur hestsins eru að mestu leiti þeir sömu og eiga stóðhestinn Glym frá Leiðólfsstöðum, en sá félagsskapur nefnist í daglegur tali Limsfélagið.

Maðurinn á bakvið þetta er annar landsþekktur maður Helgi Sigurjónsson múrarameistari, en hann hefur haft vega og vanda af því að sjá út efnileg stóðhestefni. Hann sýndi það hve glöggur hann er með valinu á Glym, en hann er hæst dæmdi sonur heiðursverðlaunastóðhestsins. Álfs frá Selfossi.

Janus lætur vel af folanum “þetta er efnisfoli með frábært geðslag” segir Janus

Það verður spennandi að fylgjast með tamningu hans í vetur en mikil spenna er fyrir fyrstu afkvæmum Spuna, en talsvert hefur heyrst af álitlegum tryppum í uppvexti undan honum.

Hægt er að fylgjast með tamningu hestsins á heimasíðu Limsfélagsins