þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrsta Spunabarnið í dóm

odinn@eidfaxi.is
5. júní 2014 kl. 23:51

Glaumur frá geirmundarstöðum

Kynbótadómar á Mið-Fossum

Nú um daginn var hér frétt af frábærum árangri Spuna frá Vesturkoti í A-flokki gæðinga hjá Spretti en nú í dag fór fyrsta afkvæmi hans í kynbótadóm, en það var fjögurra vetra stóðhesturinn Glaumur frá Geirmundarstöðum.

Folinn hlaut góðan dóm og er með 8,02 í aðaleinkunn fyrir yfirlit, en yfirlitið er á Mið-Fossum á morgun föstudag.

Eigandi hestsins er Limsfélagið en það á einnig Álfssoninn Glym frá Leiólfsstöðum. Að sögn Sigurðar Vignis sýnanda hestsins þá er hann mjög yfirvegaður með góðar gangtegundir og góð gangskil.

Þrátt fyrir að hafa náð þeim frábæra árangri að hljóta 1.verðlauna dóm aðeins 4 vetra þá er það ekki nóg til að tryggja sér farmiða á Landsmót því að nú í ár eru lágmörk fyrir alhliða 4 vetra hesta 8,05 Því fá Landsmótsgestir ekki að sjá alla þá 4 vetra hesta sem ná í 1.verðlaun.

IS2010157668 Glaumur frá Geirmundarstöðum
Örmerki: 352206000071377
Litur: 3520 Jarpur/milli- stjörnótt
Ræktandi: Geirmundur Valtýsson
Eigandi: Limsfélagið c/o Vilberg Víðir Helgason
F.: IS2006187114 Spuni frá Vesturkoti
Ff.: IS2001187660 Álfasteinn frá Selfossi
Fm.: IS1999225029 Stelpa frá Meðalfelli
M.: IS1989284308 Súla 914 frá Búðarhóli
Mf.: IS1981187009 Boði frá Kjarnholtum I
Mm.: IS1977284304 Drottning 93 frá Búðarhóli
Mál (cm): 145 - 134 - 139 - 68 - 142 - 37 - 47 - 41 - 6,6 - 30,0 - 18,0
Hófa mál: V.fr.: 8,6 - V.a.: 8,3
Sköpulag: 7,0 - 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 7,0 = 8,18
Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 6,0 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 7,5 = 7,92
Aðaleinkunn: 8,02
Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 7,5
Sýnandi: Sigurður Vignir Matthíasson