þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrsta skóflustunga að nýrri reiðhöll Gustara

3. september 2010 kl. 10:36

Fyrsta skóflustunga að nýrri reiðhöll Gustara

Fyrsta skóflustunga að nýrri reiðhöll á Kjóavöllum verður tekin á föstudaginn kemur, 3. september, kl. 16 á nýju félagssvæði Gustara. Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi mun taka fyrstu skóflustunguna og eru Gustarar og Andvaramenn eru boðnir sérstaklega velkomnir til athafnarinnar og ekki verra ef einhverjir gætu komið ríðandi.

Reiðhöllin er hluti af samningum Gusts við sveitarfélagið um uppbyggingu á nýju félagssvæði á Kjóavöllum.
Hvetjum sem flesta til að mæta og gleðjast saman yfir þessum áfanga