laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrsta mót Meistaradeildar handan við hornið

17. janúar 2012 kl. 16:06

Fyrsta mót Meistaradeildar handan við hornið

Nú styttist í að níunda mótaröð Meistaradeildar í hestaíþróttum hefjist en keppni hefst fimmtudaginn 26. janúar á fjórgangi. Í ár eins og undanfarin ár er deildin skipuð mörgum af sterkustu knöpum landsins og eru sjö heimsmeistarar skráðir til leiks í vetur.

 
Eingöngu fjórir knapar hafa sigrað deildina í þau átta skipti sem hún hefur verið haldin og eru þrír þeirra skráðir til leiks í vetur en gaman verður að sjá hvort nýtt nafn verður ritað á bikarinn þegar flautað verður til leiksloka föstudaginn 30. mars.
 
Hér að neðan má sjá sigurvegara deildarinnar frá upphafi:
 • Meistari 2001   Sigurður Sigurðarson
 • Meistari 2002   Sigurbjörn Bárðarson
 • Meistari 2006   Atli Guðmundsson
 • Meistari 2007   Viðar Ingólfsson
 • Meistari 2008   Viðar Ingólfsson
 • Meistari 2009   Sigurbjörn Bárðarson
 • Meistari 2010   Sigurbjörn Bárðarson
 • Meistari 2011   Sigurður Sigurðarson
 •  
Sala á ársmiðum er í fullum gangi hjá liðunum og í verslunum Top Reiter, Líflandi og Baldvini og Þorvaldi á Selfossi. Ársmiðinn kostar 5.000 krónur og innifalinn í miðaverðinu er dvd diskur frá deildinni 2011. Aðgöngumiði á hvert mót deildarinnar er 1.500 krónur því er um að gera fyrir þá sem hafa í huga að mæta á flest mót deildarinnar í vetur að tryggja sér ársmiða.
 
Mótin eru öll haldin í Ölfushöllinni, Ingólfshvoli, nema eitt en það er Skeiðmótið sem fer fram 24. mars.
 
Dagskrá Meistaradeildar 2012
 • 26. janúar, fimmtudagur - Fjórgangur
 • 9. febrúar, fimmtudagur - Gæðingafimi
 • 23. febrúar, fimmtudagur - Tölt
 • 8. mars, fimmtudagur - Slaktaumatölt & flugskeið
 • 24. mars, laugardagur - Gæðingaskeið og 150m skeið - úti
 • 30. mars, föstudagur - Lokamót Fimmgangur og verðlaunaafhendingar með grilli og fjöri