miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrsta mót á fimmtudag

24. janúar 2011 kl. 13:32

Meistaradeild VÍS

Meistaradeildin í Ölfushöll

Fyrsta mót Meistaradeildar í hestaíþróttum fer fram næst komandi fimmtudag í Ölfushöllinni, Ingólfshvoli. Þá verður keppt í fjórgangi og hefst mótið klukkan 19:30.

Ársmiðar Meistaradeildar í hestaíþróttum sem gilda á öll mót deildarinnar fást nú í hestavöruverslununum Líflandi, Top Reiter og Baldvini og Þorvaldi. Ársmiðinn kostar kr 5.000, en miðaverð á hvert mót er 1.500,- . Ársmiðar verða seldir við innganginn en eru einnig seldir á höfuðborgarsvæðinu í verslununum Top Reiter og Líflandi, og á Selfossi í Baldvini og Þorvaldi.

Meistaradeild í hestaíþróttum er mótaröð 7 móta með hálfs mánaðar millibili frá 27. janúar fram í lok apríl. Keppendur eru úrval bestu hestaíþróttamanna Íslands. Keppnin fer fram annað hvert fimmtudagskvöld. Meistaradeild í hestaíþróttum er rekin af félagi áhugamanna með sama nafni og studd af Félagi hrossabænda og Landssambandi hestamannafélaga.