þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrsta lyfjapróf Meistaradeildar

31. mars 2014 kl. 16:00

Þorvaldur Árni var annar tveggja knapa sem voru fyrst til að vera lyfjaprófuð í keppni Meistaradeildarinnar. Hér situr hann Stjörnu frá Stóra-Hofi.

Leyfilegt að prófa alla iðkendur.

Ekki hefur verið mikil umræða um lyfjanotkun í hestaíþróttum hér á landi. Á stærri mótum hestamanna hafa undanfarin ár verið tekin nokkur próf ýmist af knöpum eða hestum.

Á dögunum var í fyrsta sinn tekið lyfjapróf í Meistaradeildinni í hestaíþróttum þegar tveir knapar voru settir í próf. Það voru þau Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Olil Amble.

Í samtali vildi Örvar Ólafsson, starfsmaður lyfjaeftirlits ÍSÍ, ekki segja hvers vegna ákveðið hefði verið að taka lyfjapróf í deildinni á þessum tímapunkti, en margir töldu deildina ekki falla undir keppnisreglur ÍSÍ og því ekki í hópi þeirra móta þar sem lyfjapróf væru framkvæmd.

Greinina í heild sinni má nálgast í 3. tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að panta áskrift í síma 511 6622 eða í gegnum tölvupóstfangið eidfaxi@eidfaxi.is