miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrsta Landsbankamótið

23. febrúar 2016 kl. 09:09

Hestamannafélagið Sörli.

Fyrsta Landsbankamót Hestamannafélagsins Sörla verður haldið laugardaginn 27. febrúar. Hefst það stundvíslega kl. 15:30 að Sörlastöðum í Hafnarfirði.

Landsbankamótaröðin er þriggja móta röð þar sem verðlaunað er fyrir hvert mót, auk þess sem keppendur safna stigum úr öllum þremur mótunum og verða stigahæstu knaparnir í hverjum flokki verðlaunaðir á síðasta mótinu.

Á þessu móti er keppt í tölti á beinni braut. Keppt er annars vegar í hægu tölti og hins vegar frjálsri ferð á tölti. Auk þessa er keppt í 100 m. skeiði.

Á kaffistofu Sörla eru starfa hressar konur og þar sem hægt að kaupa hressingu meðan áhorfendur njóta þess að fylgjast með keppninni.

Boðið er upp á fjölmarga styrkleikaflokka og ættu allir að geta fundið keppnisflokk við sitt hæfi.

Dagskrá og keppnisflokkar:

·      Pollar teymdir
·      Pollar
·      100 m Skeið
·      Börn
·      Unglingar
·      Ungmenni
·      Byrjendaflokkur
·      Konur 2
·      Konur 1
·      Heldri menn/konur 55+
·      Karlar 2
·      Karlar 1  
·      Opinn flokkur

Nánari upplýsingar má finna á sorli.is