sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrsta folaldið fætt í Auðsholtshjáleigu-

30. apríl 2010 kl. 12:43

Fyrsta folaldið fætt í Auðsholtshjáleigu-

Á vef þeirra Gunnars Arnarsonar og Kristbjargar Eyvindsdóttur, hrossaræktenda í Auðsholtshjáleigu, kemur fram að fyrsta folald ársins sé fætt: "Hann kom í heiminn 13.04.2010.  Brúnn loðinn hnoðri undan Gígju frá Auðsholtshjáleigu og Gaum frá sama bæ.  Báðir foreldrar hafa hlotið 9,05 fyrir hæfileika svo að nú er bara að bíða og sjá hvað sá stutti gerir þegar þar að kemur, en miklar eru væntingarnar."

Það má ímynda sér að sá stutti verði hæfileikabomba ef honum kippir í kynið. Það er heimasætan á bænum sem er ræktandi þess brúna, sem ekki hefur hlotið nafn enn sem komið er. Þau tvö hross sem hafa verið sýnd undan Orradótturinni Gígju, hafa farið í 1.verðlaun svo vissulega hljóta væntingarnar að vera miklar til hins nýfædda sonar.

Dómur Gígju frá 2002, sýnandi var Atli Guðmundsson, heimildin  Worldfengur.com:

Aðaleinkunn: 8,64

Sköpulag: 8,02
Höfuð: 8,0
   4) Bein neflína   7) Vel borin eyru 
Háls/herðar/bógar: 8,0
   5) Mjúkur 
Bak og lend: 8,5
   5) Djúp lend   7) Öflug lend 
Samræmi: 8,0
   1) Hlutfallarétt   5) Sívalvaxið 
Fótagerð: 7,5
Réttleiki: 7,5
Hófar: 8,5
   3) Efnisþykkir   7) Hvelfdur botn 
Prúðleiki: 8,5
------------------------------   

Kostir: 9,05
Tölt: 9,0
   2) Taktgott   3) Há fótlyfta   6) Mjúkt 
Brokk: 8,5
   5) Há fótlyfta 
Skeið: 9,5
   1) Ferðmikið   4) Mikil fótahreyfing 
Stökk: 8,5
   2) Teygjugott 
Vilji og geðslag: 9,5
   1) Fjör   4) Þjálni   5) Vakandi   6) Gleði 
Fegurð í reið: 9,0
   1) Mikið fas   2) Mikil reising   4) Mikill fótaburður   5) Fallegur taglb. 
Fet: 8,0
Hægt tölt: 9,0
Hægt stökk: 8,0

 

Dómur Gaums frá 2008, sýnandi var Þórður Þorgeirsson, heimild Worldfengur.com:

Aðaleinkunn: 8,69

Sköpulag: 8,13
Höfuð: 8,0
   4) Bein neflína   5) Myndarlegt   8) Vel opin augu 
Háls/herðar/bógar: 8,0
   6) Skásettir bógar   7) Háar herðar   B) Þykkur 
Bak og lend: 8,5
   1) Mjúkt bak   4) Löng lend   7) Öflug lend 
Samræmi: 8,5
   1) Hlutfallarétt   2) Léttbyggt   4) Fótahátt 
Fótagerð: 8,0
   1) Rétt fótstaða   2) Sverir liðir   G) Lítil sinaskil 
Réttleiki: 8,0
Hófar: 8,0
   2) Sléttir   3) Efnisþykkir 
Prúðleiki: 8,0
-----------

Kostir: 9,05 
Tölt: 9,5
   1) Rúmt   2) Taktgott   5) Skrefmikið 
Brokk: 9,0
   1) Rúmt   2) Taktgott   3) Öruggt 
Skeið: 8,5
   1) Ferðmikið   3) Öruggt 
Stökk: 8,0
   4) Hátt 
Vilji og geðslag: 9,5
   1) Fjör   4) Þjálni 
Fegurð í reið: 9,0
   1) Mikið fas   2) Mikil reising   3) Góður höfuðb. 
Fet: 8,0
Hægt tölt: 8,5
Hægt stökk: 8,0