mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrsta blað ársins komið út

29. janúar 2014 kl. 10:03

Eiðfaxa hleypt úr hlaði árið 2014.

Fyrsta tölublað Eiðfaxa er komið út.

Meðal efnis er viðtal við mæðgur sem halda íslenska hesta í Grænlandi, litið er í heimsókn í félagshesthús í Reykjavík. Þá heimsótti Eiðfaxi hestabúið Stóru-Ásgeirsá og Izusu D-max er tekinn í prufukeyrslu. Þá kynntum við okkur hátíðina Icelandic Horse Expo og heilsuðum upp á Eld frá Köldukinn áður en hann fór utan.

Forsíðuna prýða knapar og hestar úr hestaleiksýningunni Legends of Sleipnir sem sýnd er í Fákaseli. Í blaðinu er viðtal Guðmar Þór Pétursson, aðstoðarframkvæmdastjóra Fákasels og höfund sýningarinnar.

Blaðinu fylgir 12 síðna aukablað helgað reiðtygjum og fatnaði. Þar má nálgast yfirlit yfir ódýra og dýra byrjendapakka, fræðslu um mél og skemmtilegar myndir sem varpa ljósi á tískustrauma hestamanna fyrr og nú.

Hægt er að panta áskrift í síma 511 6622 eða í gegnum tölvupóstfangið eidfaxi@eidfaxi.is.