mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrsta bikarmótið

28. janúar 2014 kl. 15:15

Mótaröð Harðar hefst á töltmóti

Fyrsta bikarmót Harðar verður haldið 14.febrúar næstkomandi og hefst stundvíslega klukkan 18. Um er að ræða mótaröð sem haldin verður í reiðhöllinni í Herði í vetur og munum við hefja leika á töltmóti. Mótið er að sjálfsögðu öllum opið.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

Unglingaflokkur - T3
Ungmennaflokkur - T3
Opinn flokkur:  
- T1
- T3
- T7

Skráningargjald er 2000 kr
Skráning fer fram á Sportfeng og hefst mánudaginn 10.feb kl:12 og lýkur miðvikudaginn 12.feb kl:20
Tengill á Sportfeng: http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add