mánudagur, 24. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrirlestur um rannsóknir á skeiðgeninu

27. september 2012 kl. 10:59

Fyrirlestur um rannsóknir á skeiðgeninu

Þann 4. október næstkomandi mun dr. Leif Andersson, prófessor við Uppsalaháskóla, halda fyrirlestur um nýlegar rannsóknir sínar á erfðum gangs í hestum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands.

 
"Rannsóknahópur Anderssons við Uppsalaháskóla og Sænska landbúnaðarháskólann hefur ásamt samstarfsfólki fundið breytileika í einum erfðaþætti (geni) í hrossum sem hefur úrslitaáhrif á getu þeirra til góðgangs, sem er jafnframt veigamikill þáttur í árangri hrossa í kerrukappakstri á brokki og skeiði. Íslenski hesturinn var lykillinn að því að þessi breytileiki fannst. Tilraunir með þennan erfðaþátt í músum hafa leitt í ljós nýja grunnþekkingu á þeim taugaboðleiðum sem stýra hreyfingum útlima. Rannsóknin markar tímamót í skilningi á taugaboðleiðum í mænu og hvernig þær stýra hreyfimynstrum hryggdýra. Rannsóknin var nýlega birt í hinu virta vísindariti Nature. Andersson mun einnig ræða erfðaþætti sem ráða stærð hanakambsins en þar kom íslenska landnámshænan við sögu.
 
Fyrirlesturinn verður haldinn í Hátíðasal Háskóla Íslands fimmtudaginn 4. október og hefst stundvíslega kl. 15:00. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Öllum er heimill aðgangur.
 
Heiti fyrirlestrar:  Pace Maker - a single base change reshapes horses’ neural circuits to add pacing to their repertoire,
Útdráttur fyrirlestrar: Domestic animals provide unique opportunities for exploring genotype-phenotype relationships for several reasons. Firstly, selective breeding during thousands of years has enriched for mutations that have adapted domestic animals to a new environment, i.e. farming under various environmental conditions. Secondly, the population structure is often favorable for genetic studies, large families and more or less closely related subpopulations (breeds). Thirdly, strong positive selection leaves genomic footprints that facilitate positional cloning. The combined use of whole genome resequencing, linkage mapping and linkage disequilibrium (LD) mapping within and between breeds provides a powerful approach for positional identification of both monogenic and multifactorial trait loci. The successful use of this approach for identifying genes underlying phenotypic traits will be illustrated on the basis of our research program in chickens, pigs, dogs and horses. Several examples showing that structural changes in the genome have contributed to fast evolution in domestic animals will be presented as well as the remarkable finding that a single base change in the coding sequence of a transcription factor has a major impact on the pattern of locomotion in horses and has played a key role for diversification of the domestic horse. The mutation has a major impact on gaitedness in Icelandic Horses."