fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrirlestur um rannóknir á sumarexemi í Bandaríkjunum

27. október 2014 kl. 09:51

Fyrirlesturinn "Hvernig getur Íslenski hesturinn komið að gagni við rannsóknir á óarfbundnum áhrifum frá móður og umhverfi á þróun ofnæmis?" fer fram á fimmtudag.

Hvers vegna er tíðni sumarexems mun hærri í hestum fæddum á Íslandi en í íslenskum hestum fæddum erlendis?

Dr. Bettina Wagner mun flytja fyrirlestur um stöðu rannsókna sinna á sumarexemi á Keldum á fimmtudaginn 30. október kl. 12.20-13.20.

Fyrirlesturinn ber titilinn: "Hvernig getur Íslenski hesturinn komið að gagni við rannsóknir á óarfbundnum áhrifum frá móður og umhverfi á þróun ofnæmis?"  (Maternal non-genetic and environmental effects on allergy development - and how Icelandic Horses can help with the approach).

Dr. Bettina Wagner er prófessor við Dýrasjúkdómadeild Cornell háskóla Íþöku, Bandaríkjunum. Hún stýrir viðamiklu verkefni sem unnið er í samstarfi við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, og Matvælastofnun.
Með verkefninu á að reyna að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvers vegna er tíðni sumarexems mun hærri (35%) í hestum fæddum á Íslandi en í íslenskum hestum fæddum erlendis (5-10%)?

Rannsóknartilgátan er að sérvirk mótefni í broddmjólk hryssna sem bitnar hafa verið af smámýi  veiti afkvæmum sínum vörn gegn sumarexemi seinna á ævinni.