mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrirlestur og sýnikennsla með Michel Becker

22. febrúar 2011 kl. 14:54

Philippe Karl

Fyrirlestur og sýnikennsla með Michel Becker

Endurmenntun LbHÍ býður uppá fyrirlestur og sýnikennslu með Michel Becker, reiðkennara (IPZV-Trainer B) sem hefur unnið með íslenska hesta í um 25 ár. Hann hefur þjálfað með Bruno Podlech í mörg ár og á seinni árum sameinar hann klassískri franskri reiðmennsku eftir hugmyndafræði Philippe Karl með sérstakar þarfir íslenska hestsins. Þar að auki hefur hann sérhæft sig í jafnvægisjárningum fyrir íslenska hesta.

Megin inngangur fyrirlestursins mun vera um fimiþjálfun eftir hugmyndafræði Philippe Karl (www.philippe-karl.com); til að bæta jafnvægi, mýkt og léttleika hjá íslenskum hestum. Að loknum fyrirlestursins mun hann halda sýnikennslu og taka tvo hesta með mismunandi vandamál og sýna æfingar og vinnubrögð til að leiðrétta þá.

Fyrirlesturinn fer fram í Ársal, Ásgarði á Hvanneyri kl. 12:30  og sýnikennsla tekin í framhaldi í Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum, laugardeginum 26 febrúar. Áætluð lok um kl 14:30.

Æskilegt er að skrá sig á endurmenntun@lbhi.is en einnig má mæta beint í Ásgarð.

Verð: Aðeins 1000 kr sem greiðast með seðlum á staðnum.