mánudagur, 26. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrirlestur með Simon J. Curtis

Óðinn Örn Jóhannsson
9. maí 2019 kl. 08:27

Simon J. Curtis

Takmarkaður sætafjöldi.

Dr. Simon Curtis var starfandi járningarmaður í Newmarket í meira en 45 ár. Hann hefur verið eftirsóttur fyrirlesari og kennari í meira en 20 löndum og sex heimsálfum þ.m.t. USA, Ástralíu ,Indlandi, Rússlandi og Braselíu.  Hann hefur gefið út þrjár bækur um járningar: Foal to Racehorse, Corrective Farriery, bindi 1 & 2;  Greinar eftir hann hafa birst í fjölmörgum fagtímaritum.  Simon er heiðurfélagi í Royal College of Veterinary Surgeons. Hann er fyrrverandi Master of the Worshipful Company of Farriers (2001-2002).  2018 fékk Simon  Sir Colin Spedding Award af Princess Royal, fyrir framúrskarandi hagnýtt og fræðandi framlag hans til járn- inga.

Hann er einnig  Fellow of the Worshipful Company of Farriers by examination (FWCF) og er prófdómari. 2005 var Simon gerður að meðlim í International Farriers Hall of Fame at the Kentucky Derby  Museum. Hann tók fyrstu gráðu, Bachelor of Science in Farriery (summa cum laude) í University of Central  Lancashire 2011 og hefur nýlega lokið Doktorsgráðu í lífeðlisfræði og hreifiaflsfræði hesta (PhD gráðu í equine physiology and biomechanics). Hann er heiðursfélagi við Myerscough College árið 2017.

Skráning:

Skráning þátttöku í 

síma 8884400 eða á 

e-maili mm@ojk.is

Viðurkenningar:

Honorary Associateship, Royal College of Veterinary Surgeons (2001)

Master of the Worshipful Company of Farriers (2001-2002)

International Farriers Hall of Fame (2005) 

Sir Colin Spedding Award, National Equine Forum (2018)

Takmarkaður sætafjöldi

Umræðuefni:

Hófsprungur og viðgerðir

Möguleikar á formun hófsins með járningum

Jafnvægi hestsins út frá járningu 

Hreyfiferlar

Staðsetning:  Hótel Eldhestar Ölfusi

Timasetning: Laugardaginn 12 október 2019 

frá kl 9.00 - 17.00

Verð: 25.000  (Matur og kaffi innifalið)