þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrirlestur fyrir járningarmenn og dýralækna

1. október 2019 kl. 14:37

Simon J. Curtis

Vegna forvalla losnuð tvö sæti á fyrirlesturinn hjá Simon J Curtis sem haldinn verður 12. október n.k. í Hótel Eldhestum!

 

Simon J Curtis er mjög eftirsóttur fyrirlesari og því fengur fyrir járningarmenn og dýralækna svo og áhugamenn um hófheilbrigði og járningar að fá hann til landsins.

 

Dr. Simon Curtis var starfandi járningarmaður í Newmarket í meira en 45 ár. Hann hefur verið eftirsóttur fyrirlesari og kennari í meira en 20 löndum og sex heimsálfum þ.m.t. USA, Ástralíu ,Indlandi, Rússlandi og Braselíu.  Hann hefur gefið út þrjár bækur um járningar: Foal to Racehorse, Corrective Farriery, bindi 1 & 2;  Greinar eftir hann hafa birst í fjölmörgum fagtímaritum. Simon J Curtis er með Doktorsgráðu í lífeðlisfræði og hreifiaflsfræði hesta.

 Verð fyrir fyrirlesturinn er 25.000,-  Matur og kaffi innifalið.

 

Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Geert Cornelis geert  geert_cornelis95@hotmail.com