mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrir brekkudómara

23. febrúar 2011 kl. 15:26

Fyrir brekkudómara

Brekkudómarar hafa verið virkir á mótum Meistaradeildar og nú vill Eiðfaxi aðstoða þá aðeins svo þeir felli nú nákvæma dóma.

Hér er því ansi handhægur texti - sjálfur FIPO Leiðarinn fyrir töltkeppni.

Eiðfaxi ráðleggur brekkudómurum að prenta út Leiðarann og taka hann með í kvöld. Hann hvetur þá jafnframt þá til að vera málefnalegir í allri umræðu um dómstörf.

Góða skemmtun.

 

Tölt – hægt tölt

Almennt

Lýsing

Farið er fram á jafnan fjórtakt án svifs, 1 eða 2 fætur á jörðu á hverjum tíma. Tilfinningin á að vera sú að hesturinn geti gengið á 10 metra hring á þessum hraða. Í T2 þarf ekki að ríða alveg eins hægt og í T1. Ávallt er tekið tillit til reiðmennsku og bendinga.

Frádráttur

Draga má 0,5 – 2 af einkunn fyrir:
• Rangan hraða
• Ranga gangtegund (t.d. þrístuðning sem er í raun fet)
• Slæma reiðmennsku (t.d. slæmt jafnvægi, hendur festar á hnakk)
• Grófa reiðmennsku (gult spjald)

Draga má 0,5 fyrir:
• Hestur dettur í brokk við að hægja niður á fet

Draga má 2.0 frá fyrir:
• Einungis sýnt sem samsvarar einni langhlið

Ef minna en sem svarar einni langhlið er sýnt, er ekki gefin einkunn fyrir atriðið.

Hækkun

Hækka má einkunn um 0,5 fyrir góða reiðmennsku og samræmisgóða sýningu.

Glæsileg sýning

9 to 10
Fullkominn taktur og hraði ásamt fegurð og útgeislun.
• Háar framfótarhreyfingar ásamt samræmisgóðum afturfótarhreyfingum
• Leikandi og kraftmikill, stoltur höfuðburður ásamt samræmisgóðum burði afturfóta.
• Hesturinn töltir með því að lækka afturhlutann og auka þannig burð afturfóta um leið og framhluti hestsins lyftist upp og hreyfingar herða eru frjálsar

8 og 8.5
Hreinn, góður taktur, hraði og höfuðburður.
• Samræmi, ákveðin framganga, háreistur, sveigjanlegur, fjaðrandi í hæklum
• Mjög góðar og háar hreyfingar, mjúkar, kraftmiklar, samræmi í afturhluta, falleg, samræmisgóð stilling
• Háar framfótarhreyfingar, meðal afturfótarhreyfingar, áhrifamikil heildarmynd

Góð sýning

7 og 7.5
Hárréttur hraði, hreinn taktur og burður
• Meðal fótaburður, töltið kraftmikið, góður burður
• Mjög góðar, háar og miklar hreyfingar með minniháttar göllum í höfuðburði
• Verulega háar og miklar hreyfingar með fáum greinilegum göllum (höfuðburður, hreyfingar).
• Mjög góðar hreyfingar og höfuðburður, hreinn taktur en spennu gætir í baki
• Mjög góðar hreyfingar og höfuðburður en stutt (tæplega meðal) afturfótarspor

Meðal sýning

6 og 6.5
• Taktur í lagi, meðal hreyfingar, ásættanlegur höfuðburður
• Taktur í lagi, tæplega meðal hreyfingar, mikill kraftur, mjög góður höfuðburður
• Góðar hreyfingar með minni háttar höfuðburðargöllum
• Mjög góðar hreyfingar en greinilegir gallar af og til (taktur og/eða höfuðburður)
• Hreinn taktur, góður fótaburður en stífur í baki
• Góður taktur og góður fótaburður en greinilega of stuttstígur að aftan.

5 og 5.5
• Jafn taktur, engir stöðugir gallar í takti
• Engir stöðugir meiriháttar gallar í höfðuburði
• Hreinn taktur, tæplega meðalhreyfingar, reiðmennska í lagi
• Góðar hreyfingar en með greinilegum göllum (taktur, höfuðburður, hraði)
• Að mestu hreinn taktur, háar, miklar hreyfingar en spennt eða lítur út fyrir að vera skeiðborið
• Lítillega klárengt með mjög góðum fótaburði

Tæplega meðalsýning

4 og 4.5
• Ítrekaðir taktgallar (skeiðbundinn, klárgengur eða upp á fótinn en heildarsvipur nokkuð góður )
• Hreinn taktur, meðal fótaburður en slæmur heildarsvipur
• Hreinn taktur, mjög lágar eða stuttar hreyfingar, engir gallar í höfuðburði
• Af og til stórir gallar (í takti, höfuðburði, hraða) ásamt meðalfótaburði.

Gölluð sýning

1 til 3.5
• Sífelldir taktgallar svo sem klárgengur taktur, upp á fótinn, ójafn taktur eða skeiðbundinn
• meðalhraði
• jafn taktur en hestur sýnir óhlýðni (t.d. langt uppi með snoppu eða tekur gróflega á móti beisli)
• mikil óhlýðni hests

0
Atriði ekki framkvæmt
• Ekkert tölt
• Yfirferðartölt

 

Tölt - hraðabreytingar

Almennt

Lýsing
Á skammhliðum og í beygum skal sýna hægt tölt; á langhliðum skal sýna meiri hraða með greinilega stækkuðu skrefi. Hraðabreytingarnar skulu taka sem minnst svæði á vellinum og vera samræmisgóðar og mjúkar. Á langhliðum má hesturinn teygja á sér eftir því sem hraðinn eykst. Ávallt er tekið tillit til reiðmennsku og bendinga. Farið er fram á jafnan fjórtakt án svifs, 1 eða 2 fætur á jörðinni samtímis á hverjum tíma.

Frádráttur

Draga má 0,5-2,0 frá fyrir:
• Hraðabreytingar framkvæmdar of snemma eða of seint
• Hæga töltið of hratt
• Slæma reiðmennsku (t.d. slæmt jafnvægi, hendur festar á hnakk)
• Grófa reiðmennsku (gult spjald)

Draga má 2.0 frá fyrir:
• Einungis sýnt sem samsvarar einni langhlið
Ef minna en sem svarar einni langhlið er sýnt, er ekki gefin einkunn fyrir atriðið.

Hækkun
Hækka má einkunn um 0,5 fyrir góða reiðmennsku og samræmisgóða sýningu.

Glæsileg sýning

9 til 10
• Glæsilegar háar og miklar hreyfingar, kraftmiklar og fjaðrandi með góðum höfuðburði og frábærum burði á hægu tölti, millikaflinn með stórstígum skrefum án þess að tapa höfuðburði á langhliðum,hestur eykur skreflengd greinilega. Hraðabreytingar átakalausar, stuttar og nákvæmar. Öll sýningin án taktgalla.

8 og 8.5
• Mjög gott hægt tölt og yfirferð með háum og miklum hreyfingum á langhliðum, hraðabreytingar allt að því gallalausar, hestur í fallegum höfuðburði. Réttur taktur.
• Glæsilegur munur á hraða ásamt miklum hreyfingum og hraða, en ekki fullkomið samræmi í hraðabreytingum. Réttur taktur.

Góð sýning

7 og 7.5
• Góður greinarmunur gerður á hraða allt að milliferð, taktur ávallt góður, meðal fótaburður og samræmi mjög gott.
• Mjög góður greinarmunur gerður á hraða, hreinn taktur, meðal fótaburður, skýrar hraðabreytingar
• Mjög góður greinarmunur gerður á hraða, hreinn taktur, góður fótaburður, smávægilegir gallar í hraðabreytingum (t.d. fellur á framhluta í niðurhægingum)

Meðalsýning

6 og 6.5
• Greinilegur hraðamunur (a.m.k. að milliferð), taktur í lagi, meðal fótaburður, greinilegar hraðabreytingar
• Mjög góður greinarmunur gerður á hraða, góður taktur, en skrefstutt eða fótaburður lágur.
• Skýr greinarmunur á hraða, taktur í lagi, góður fótaburður, stakir gallar í hraðabreytingum
• Mjög góður greinarmunur gerður á hraða með góðum fótaburði en gallar í takti og höfuðburði í hraðabreytingum.

5 og 5.5
• Hraðamunur vel sjáanlegur, meðalfótaburður, litlir eða stakir taktgallar
• Hraðamunur vel sjáanlegur, taktur í lagi en töltið stuttstígt eða fótaburður lágur
• Hraðamunur vel sjáanlegur, taktur í lagi, gallar í hraðabreytingum
• Meðalhraðamunur ásamt hreinum takti, vel riðið
• Góður fótaburður og hraðamunur en greinilegar taktgallar og/eða gallar í höfuðburði í hraðabreytingum.
• Taktur og hraðamunur í lagi, en hæga töltið eilítið of hratt

Tæplega meðalsýning

4 og 4.5
• Ítrekaðir en lítilsháttar taktgallar eða algengir stærri taktgallar.
• Taktur alltaf í lagi en hraðabreytingar ógreinilegar
• Hraðabreytingar í meðallagi en með greinilegum göllum í takti og höfuðburði.
• Greinilega of hratt á skammhliðum, taktur ávallt réttur

Gölluð sýning

1 til 3.5
• Sífelldir taktgallar, töltið stöðugt skeiðborið eða klárgengt, upp á fót eða víxlað.
• Varla greinanlegur hraðamunur
• Hraðabreytingar með stöðugum miklum göllum svo sem stökki, víxli, brokki eða skeiði.
• Hraðabreytingar og taktur í lagi en áberandi óhlýðni og áberandi gallar í höfuðburði.

0
Æfing ekki framkvæmd
• Ekkert tölt
• Enginn hraðamunur

 

Tölt - yfirferð

Almennt
Yfirferð er riðin á miklum hraða. Hesturinn skal taka stór skref og heildarmyndin skal vera falleg. Einnig skal tekið tillit til reiðmennsku og bendinga.

Frádráttur

Draga má 0,5-2,0 frá fyrir
• Yfirferð einungis sýnt sem svarar einni langhlið
• Slæm reiðmennska (t.d. slæmt jafnvægi, hendur festar á hnakk)
• Grófar bendingar (gæti þýtt gult spjald)

Draga má 0.5 frá fyrir:
• Gangskipting ekki framkvæmd á miðri skammhlið

Draga má 2.0 frá fyrir:
• Einungis sýnt sem samsvarar einni langhlið

Ef minna en sem svarar einni langhlið er sýnt, er ekki gefin einkunn fyrir atriðið.

Hækkun
Hækka má einkunn um 0,5 fyrir jafna og góða ferð, sem og fyrir góða reiðmennsku og samræmisgóða sýningu.

Glæsileg sýning

9 til 10
• Mjög mikill hraði, algerlega öruggt og jafnt, skreflangt, fótaburður hár, rúmur og kraftmikill og höfuðburður tilkomumikill, burður góður, virkar mjúkt og áreynslulaust. Taktur algerlega gallalaus.

8 og 8.5
Réttur taktur.
• Mjög hratt og öruggt, með góðum en ekki frábærum fótaburði og meðalhöfuðburði, góð reiðmennska.
• Góður hraði, samræmi gott, hár og mikill fótaburður, góður höfuðburður, góður burður, góð reiðmennska.
• Góður hraði, áhrifamiklill, hár og mikill fótaburður, áhrifamikið,en ekki alveg jafnt.

Góð sýning

7 og 7.5
• Góð ferð, hreinn taktur, meðal fótaburður og þokkalegur höfuðburður, góð reiðmennska.
• Góð stórstíg yfirferð, en einstaka galli í takti og höfuðburði
• Nægur hraði með góðum, háum og miklum fótaburði, góður höfuðburður og hreinn taktur.

Meðalsýning

6 og 6.5
• Jafn hraði, hreinn taktur, meðal fótaburður, góður höfuðburður, hraði ásættanlegur
• Hraði góður, töltið stórstígt, hreyfingarmikið, lítilsháttar gallar í takti eða höfuðburði
• Mjög hratt og öruggt en fótaburður lágur
• Rétt ásættanlegur hraði, hár og mikill fótaburður, hreinn taktur, góður höfuðburður
• Mjög góður hraði, meðal eða góður fótaburður en einstaka greinilegur galli (taktur/stilling).

5 og 5.5
• Rétt rúmlega meðalferð, taktur oftast hreinn, meðal fótaburður, engir áberandi gallar í höfuðburði
• Rétt rúmlega meðalferð, háar rúmar hreyfingar, einstaka sinnum örlítið skeiðborið, klárgengt eða upp á fótinn.
• Góð ferð, hreinn taktur en lágur fótaburður og töltið stuttstígt
• Rétt rúmlega meðalferð, mikill fótaburður, smávægilegir gallar í höfuðburði

Tæplega meðalsýning

4 og 4.5
• Ítrekaðir eða algengir taktgallar á ásættanlegum hraða
• Hreinn taktur en tæplega meðalhraði
• Taktur meira eða minna í hreinn, hraði ásættanlegur en höfuðburður til lýta
• Hraði rétt ásættanlegur, lágur og stuttur fótaburður, spenntur
• Hraði rétt ásættanlegur, fótaburður góður en margir gallar (taktur eða höfuðburður)

Gölluð sýning

1 til 3.5
• Sífelldir greinilegir taktgallar svo sem eins og töltið klárgengt, skeiðborið, upp á fótinn, víxlað
• Hreinn taktur en of hægt
• Meira og minna hreinn taktur, hraði ásættanlegur en mjög slæmur höfuðburður
• Hraði nægilegur en margir taktgallar
• Mjög grófar og óhestamannslegar ábendingar (jafnvel gult spjald)

0
Æfing ekki framkvæmd.
• Ekkert tölt
• Hægt tölt