mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fyrir allt hestafólk, Afmælissýning FT

17. febrúar 2011 kl. 22:58

Fyrir allt hestafólk, Afmælissýning FT

Dagskrá afmælishátíðar FT er fjölbreytt og verður lærdómsríkt og skemmtilegt að fylgjast með henni....

Margt af okkar færasta fagfólki mun miðla af reynslu sinni og þekkingu.
Ekkert fólk sem hefur atvinnu af hestamennsku getur látið þetta tækifæri hjá sér fara en allt hestafólk á erindi í Reiðhöllina á laugardaginn, vegna þess að aukin þekking hjálpar öllum að skilja hestinn betur og að ná betri árangri í reiðmennskunni.
Spennandi verður að fylgjast með keppni í „Hestamennsku FT“ sem er hin nýa keppnisgrein sem verður kynnt í fyrsta sinn við þetta tækifæri.
Heiðra á nokkra sem hafa unnið Íslenska hestinum og Félagi tamningamanna gott starf.
Kynntur verður Þýðingasjóður sem stofnaður er fyrir tilstilli Rúnu Einarsdóttur Zingsheim.
Eins og sjá má hér neðar er eitthvað fyrir alla hestamenn á dagskrá 40 ára afmælishátíðar FT.
Miðaverð er einungis kr. 1.500 og gildir miðinn allan daginn og allir eru velkomnir. Frítt er inn fyrir FT félaga, en sýningin fer fram í reiðhöllinni í Víðidal í Reykjavík nk. laugardag 19. febrúar.

Félag tamningamanna hefur samið við kvikmyndafyrirtækið Plúsfilm um myndbandsupptökur af 40 ára afmælishátíð félagsins. Viðburðurinn er höfundarréttarvarinn og eign þátttakenda/sýningarhaldara. Allar myndbandsupptökur eru því bannaðar á meðan á sýningu stendur og eru gestir góðfúslega beðnir um að virða það.

 
Dagskrá:
10.00    Ávarp formanns: Sigrún Ólafsdóttir
10.10    Ungir og efnilegir: Sigvaldi Lárus og Ólafur Andri Guðmundssynir
10.30    Fótafimi knapa: Ísólfur Líndal Þórisson
11.00    “Fyrir framan fót og aftan hendi”: Eyjólfur Ísólfsson/Anton Páll Níelsson
11.40    Mette sýnikennsla: Mette Mannseth
12.10    Gegnumflæði ábendinga: Þorvaldur Árni Þorvaldsson
12.30    Hádegishlé    
13.00    Hólar - Reiðkennarabraut 15 ára: Ýmsir
13.20    Gullmerki FT    
13.35    Hófadynur - stofnun þýðingarsjóðs: Rúna Einarsdóttir-Zingsheim
13.40    Léttleiki og frelsi: Súsanna Ólafsdóttir
14.00    Samspil: Benedikt Líndal
14.20    Taumsamband: Þórarinn Eymundsson
14.50    Samspil gamla og nýja tímans: Sigurbjörn Bárðarson
15.10    Jakob og Auður frá Lundum II: Jakob S. Sigurðsson
15.30    Tvær úr Ölfusinu: Þórdís Erla Gunnarsdóttir
16.00    Hestamennska FT - Ný keppnisgrein
17.30    Áætluð sýningarlok     
 
Birt með fyrirvara um breytingar.