þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fundur landsliðnefndar LH

8. mars 2017 kl. 09:20

Jóhanna Margrét og Stimpill frá Vatni á HM2015.

Fyrirlesari er Heimir Hallgrímsson

Landsliðsnefnd LH heldur mjög áhugaverðan fund mánudaginn 13.mars kl.17:30 í Samskipahöllinni í Spretti þar sem kynntur verður lykillinn að vali íslenska landsliðsins - Leiðin að gullinu! Ásamt því að styrktaraðilar landsliðsins verða kynntir. 

Fyrirlesari kvöldsins verður hinn magnaði landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, Heimir Hallgrímsson.

Fundurinn er opinn öllum áhugasömum og aðgangur er ókeypis!