laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fundur í Skagafirði í kvöld

18. febrúar 2014 kl. 15:45

Félag hrossabænda

Félag hrossabænda

Almennir fundir í fundarröð Félags hrossabænda og fagráðs um málefni hestamanna hófust í gærkvöldi með fundi í Eyjafirði. 

Með fulltrúum fagráðs, þeim Sveini Steinarssyni formanni Félags hrossabænda og fagráðs og Gunnfríði Elínu Hreiðarsdóttur ritara fagráðs, er Haraldur Þórarinsson formaður Landsbands Hestamannafélaga og  eru þau frummælendur fundanna. 

Næstu fundir eru í kvöld og annað kvöld fyrir norðan og hefjast þeir kl. 20:30. 

Þriðjudaginn 18. feb. Tjarnarbær, Sauðárkróki 

Miðvikudaginn 19. feb Salnum að Húnabraut 13 á Blönduósi. Næstu fundir í fundarröðinni verða kynntir fljótlega. 

Hvetjum hestamenn og hrossaræktendur til að fjölmenna á fundina og nýta tækifærið til að kynna sér starfsemina í greininni, leita upplýsinga hjá forystunni og leggja sitt til málanna.