fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fundir á Vestur- og Austurlandi

3. mars 2014 kl. 14:37

Frá ráðstefnu fagráðs í hrossarækt.

Síðustu fundir í fundarferðinni

Síðustu fundir í fundarferð Félags hrossabænda og fagráðs eru framundan. Þar flytja framsögu og sitja fyrir svörum forsvarsmenn Félags hrossabænda og fagráðs, Landssambands hestamannafélaga og hrossaræktarsviðs RML, þau Sveinn Steinarsson, Haraldur Þórarinsson og Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir.

 

Fundirnir verða sem hér segir:

  • Miðvikudaginn 5. mars á Hvanneyri kl. 20:30.
  • Föstudaginn 7. mars á Egilsstöðum, í Fjóshorninu kl. 20:30.
  • Laugardaginn  8. mars á Höfn í Hornafirði,  í Mánagarði kl. 12:00.

 

Hrossaræktendur og hestamenn eru hvattir til að mæta og nýta tækifærið til að hitta forsvarsmenn greinarinnar og ræða helstu hagsmunamál.