laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fundarferð Fagráðs hefst fyrir norðan.

11. febrúar 2014 kl. 14:17

Það er fátt fallegra en að sjá svona samband myndast milli manns og hests

Fyrsti fundur verður í Eyjafirðinum.

Almennir fundir í fundarröð Fagráðs  um málefni hestamanna hefjast í næstu viku. Með fulltrúum Fagráðs þeim Sveini Steinarssyni formanni Félags hrossabænda og Fagráðs og Gunnfríði Elínu Hreiðarsdóttur ritara Fagráðs verður Haraldur Þórarinsson formaður Landsambands Hestamanna og munu þau verða frummælendur fundarins.

Fundirnir verða haldnir á eftirtöldum stöðum og hefjast kl 20:30

  • Mánudaginn 17.feb  Hlíðarbær, Eyjarfirði
  • Þriðjudaginn 18. Feb  Tjarnarbær, Sauðárkróki
  • Miðvikudaginn 19.feb  Salnum að Húnabraut 13 á Blönduósi .

Næstu fundir í fundarröðini verða kynntir til sögunar fljótlega.