laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fulltrúar Hollendinga og Svía í A-úrslit

9. ágúst 2019 kl. 08:14

Esmee Versteeg sigraði B-úrslit

B-úrslitum lokið í slaktaumatölti

 

Hér í morgun í blíðunni í Berlín fóru fram B-úrslit í slaktaumatölti, fullorðinna og ungmenna. Hákon Dan Ólafsson og Stirnir frá Skriðu voru á meðal keppenda. Það er skemmst frá því að segja að hann endaði í áttunda sæti í þeim og getur því einbeitt sér að A-úrslitum í fjórgangi.

Það var Esmee Versteeg sem sigraði keppinauta sína í ungmennaflokki, Esmee keppir fyrir Holland og hestur hennar er Listi frá Malou.

Í fullorðinsflokki var það Jessica Rydin sem efst stóð og vann sér sæti í A-úrslitum. Hestur Jessicu er Rosi frá Litlu-brekku en þau eru sænskir meistarar í slaktaumatölti.

Nú er framundan forkeppni í tölti og mikil fólksfjöldi streymir inn á svæðið til að sjá marga af bestu tölturum heimsins.

B-úrslit í ungmennaflokki

 

sæti.

Knapi

Hestur

Einkunn

1

Esmee Versteeg

Listi frá Malou

6.75

2

Anastasia Leiminger

Nói frá Laugabóli

6.67

3

Hákon Dan Ólafsson

Stirnir frá Skriðu

6.63

4

Leonie Hoppe

Fylkir vom Kranichtal

6.58

5

Catharina Smidth

Nökkvi fra Ryethøj

6.33

6

Lisa Leereveld

Djorn frá Nýttland

6.21

 

 

B-úrslit í fullorðinsflokki

 

Sæti.

Knapi

Hestur

Einkunn

1

Jessica Rydin

Rosi frá Litlu-Brekku

7.88

2

Arnella Nyman

Thór från Järsta

7.50

3

Fabienne Greber

Hágangur vom Kreiswald

7.04

4

Vicky Eggertsson

Gandur vom Sperlinghof

6.83

5

Jennifer Melville

Feykir frá Ey I

6.79

6

Flurina Barandun

Kvaran frá Útnyrðingsstöðum

6.75