miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

FT veitir reiðmennskuverðlaun

6. júlí 2014 kl. 14:11

Töltmeistarar Landsmótsins 2014, Árni Björn Pálsson og Stormur frá Herríðarhóli.

Gústaf, Teitur, Þórarinn og Árni Björn heiðraðir.

Félag tamningamanna heiðraði knapa fyrir góða reiðmennsku. Yngri knapinn sem hlýtur þessi verðlaun er Gústaf Ásgeir Hinriksson fyrir sýningu sína á Ás frá Skriðulandi í milliriðlum ungmennaflokks. Umsögn um Gústaf er svohljóðandi: ,,Gústaf er verðlaunaður fyrir einstaklega prúða og fagmannlega reiðmennsku."

Teitur Árnason hlýtur viðurkenningu fyrir einstakt og létt samspil milli hans og Tuma frá Borgarhóli. 

Þórarinn Ragnarsson hlýtur viðurkenningu fyrir sýningu á Spuna í milliriðli þar sem hann sýndi topp afköst niður í úrvals fet. Þórarinn kom ríðandi á Þyt frá Efsta - Dal vegna anna hjá Spuna sem er farin að sinna hryssum. 

Árni Björn Pálsson hlýtur reiðmennskuverðlaun FT. Hann hlýtur þessi verðlaun vegna sýningar á Stormi frá Herríðarhóli sem er ein besta töltsýning allra tíma. Árnir Björn er kurteis í hvívetna og hefur fágað yfirbragð. Hross hans eru áverkalaus og eru sátt og þjál. Hann sýndi glæsilegan árangur á mótinu, bæði í kynbótadómi og gæðingakeppni.