mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

FT gefur út kynningarbækling

31. maí 2012 kl. 12:13

FT gefur út kynningarbækling

Félag tamningamanna stefnir á að gefa út bækling til kynningar á félaginu og meðlimum þess sem m.a. verður dreift á landsmótinu í sumar og ætlar að því tilefni að uppfæra félagatalið. 

"Bæklingurinn verður gefinn út í 5.000 eintökum og verður félagatal FT birt í honum. Þess vegna er mjög mikilvægt að allar upplýsingar séu réttar og uppfærðar, en félagatalið má sjá hér á heimasíðunni undir liðnum félagatal. Vinsamlega yfirfarið ykkar upplýsingar og sendið leiðréttingar og viðbætur á tölvupósti til FT á netfangið ft@tamningamenn.is fyrir 1. júní nk," segir í frétt frá Félagi tamningamanna.