fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

FT fjöðrin

20. febrúar 2014 kl. 12:20

Þorvaldur Árni hlaut fyrstu FT fjöðrina

Tilkynning frá FT

Gæðingafimi Meistaradeildarinnar snýst um frábært samspil knapa og hests og því var kjörið tækifæri til að afhenda og kynna FT-fjöðrin í fyrsta sinn á þessum skemmtilega viðburði.
FT - fjöðrin er í anda “the feather prize” þar sem verðlaunað er fyrir eina sýningu á völdum mótum og vill Félag tamningamanna með henni upphefja það sem gott er. 
Kynning á FT-fjöðrinni stendur nú yfiir og unnið er með dómarafélögum að því verkefni. Stefnt er að veita FT-fjöðrin á eftirtöldum mótum árið 2014: Landsmót, World ranking mót og Íslandsmót fullorðinna og yngri flokka.
Fjöðrin verður veitt fyrir sýningu í forkeppni og er handhafi hennar valin af dómurum og fulltrúum FT. Fjöðina afhenda fulltrúar félags tamningamanna klæddir félagsbúningi.

Um FT-fjöðrina

“Reiðmennska þess sem FT fjöðrina hlýtur skal einkennast af léttleika, lipurð og samspili þar sem saman fer einstök útgeislun og jafnvægi. Knapi og hestur ljóma af heilbrigði, llífskrafti og gleði.”

Til grundvallar:
„Samspil knapa og hests skal vera grundvallarviðmið þegar leitað er að handhafa fjaðrarinnar. Knapinn skal stýra hesti sínum af nærgætni, sanngirni og virðingu; vera sannur leiðtogi hans fremur en drottnari. Öryggi og heilbrigði hestsins sem og velferð hans skal ávallt vera í fyrirrúmi . Hesturinn á að sinna verkefni sínu af gleði; vera mjúkur og spennulaus - en jafnframt öruggur, áhugasamur og vakandi. Sýningin á að gefa þá tilfinningu að þar sé geislandi, jákvæð orka undir stjórn. Knapinn skal vera hestamennskunni til fyrirmyndar innan vallar sem utan.”a