laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

FT auglýsir eftir reiðkennurum

5. febrúar 2014 kl. 22:35

Fánareið FT á LM2012 í Reykjavík. Mynd/KollaGr.

Verða að vera með reiðkennarapróf frá FT

Félag tamningamanna auglýsir eftir reiðkennurum úr félaginu. Um er að ræða að koma fram á sýniklennslu kvöldi sem félag tamningamanna heldur á Icelandic Horse Expo í apríl. Þetta er mikið tækifæri fyrir reiðkennara til þess að auglýsa sig þar sem reiknað er með töluverðum fjölda gesta erlendis frá.

Hæfniskröfur eru:
Reiðkennarapróf FT
Reynsla af sýnikennslum
Góð enskukunnátta
Frambærilegur hestur

Skráningu lýkur Þriðjudaginn 11 febrúar skráning í mail: bjsv@mail.holar.is
Frekari upplýsingar í síma 866-3508