miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frumtamningarnámskeið hjá Fáki

21. ágúst 2013 kl. 20:00

Róbert Petersen reiðkennari kennir og er byrjað að taka við skráningu

Hestamannafélagið Fákur og Róbert Petersen reiðkennari verða með frumtamningarnámskeið sem hefst mánudaginn 2. september nk.


Hver þátttakandi kemur með sitt trippi og farið verður í gegnum helstu þætti frumtamningar, s.s.:

  •      Atferli hestsins
  •      Leiðtogahlutverk
  •      Fortamning á trippi
  •      Undirbúningur fyrir frumtamning
  •      Frumtamning


Bóklegir tímar:   2
Verklegir tímar:  11

Tímar: Mánudagskvöld, þriðjudagskvöld og fimmtudagskvöld í fjórar vikur.

Verð: 35.000.-

Fjórir verða í hverjum hópi en hámarksfjöldi á námskeiðið er 12 - 16 þátttakendur. Bóklegir tímar verða sameiginlegir fyrir allan hópinn. Verkleg kennsla verður í Reiðhöllinni og í hesthúsinu hjá Róberti þar sem unnið verður með trippin. Einnig eiga nemendur að fylgjast með öðrum og læra þannig á mismunandi hestgerðir og mismunandi aðferðir við for- og frumtamningu.

Skráning fer bara fram á sportfengur.com (sjá slóð) - lokaskráningarfrestur er föstudaginn 30. ágúst. Fáksfélagar ganga fyrir en námskeiðið er öllum opið. 

http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

 Velur Hestamannafélagið Fák

-Fyllir út umbeðnar upplýsingar (ATH. að fylla út öll stjörnumerkt svæði) -Þar neðst, í "velja atburð" velurðu Frumtamningarnámskeið Robba Pet -Svo hakarðu við þinn flokk/tíma -Smellir svo á "setja í körfu"

-Þegar þú hefur skráð þig þá smellirðu á "Vörukarfa" uppi í horninu hægra megin -Ferð yfir skráningu þína og smellir á "Áfram" ef allt er rétt -Næst er að fylla inn upplýsingar um greiðanda -Ferð yfir pöntun þína og skilmála, muna að haka við "samþykki skilmála"

Nota liðinn með greiðslukortunum.

-Þá kemurðu næst inn á greiðslusvæði kreditkorta og fyllir inn upplýsingar þar og smellir á "Greiða núna."

-Kvittun mun berast á skráð netfang - passið að fara vel yfir netföng svo þau séu rétt!

-Skráning er ekki staðfest nema greiðsla hafi borist.