föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frumtamningar í fullum gangi

odinn@eidfaxi.is
9. október 2013 kl. 12:01

Dóttir Jónínu frá Feti

Á hrossaræktarbúinu Feti er í mörg horn að líta.

Blaðamaður Eiðfaxa leit við á hrossaræktarbúinu Feti en þar eru frumtamningar í fullum gangi.

Tryppin í 2010 árgangunum eru undan ýmsum hestum en flest eru undan Þresti frá Hvammi, Krafti frá Efri-Þverá, Kvisti frá Skagaströnd og Hróðri frá Refsstöðum.

Ólafur Andri tamningarmaður búsins segir talsvert vera af álitlegum hestefnum í hópnum en erfitt sé að spá hvað verði best eftir svo stutt kynni. Hann segir samt auðvita vera mismiklar væntingar gerðar til tryppanna. Meðal tryppianna er fyrsta afkvæmið undan hestgullinu Jónínu frá Feti en það er mertryppi undan Ómi frá Kvistum.

"Í þessum hóp eru mörg spennandi tryppi og þau ásamt eldri hrossum búsins verða spennandi verkefni í vetur" segir Ólafur að lokum og heldur áfram að legja á eitt tryppanna.