sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frumtamninganámskeið með Ingimari

21. desember 2011 kl. 09:05

Ingimar Sveinsson. Mynd/dalli.is

Frumtamninganámskeið með Ingimari

Helgina 13.-15. janúar mun Ingimar Sveinsson oftast kenndur við Hvanneyri halda frumtamningarnámskeið á Sörlastöðum.

 
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur kynnist frumtamningu hrossa með aðferðinni "Af frjálsum vilja". Aðferðin byggist á skilningi á skynjun, viðbrögðum og hegðun hestsins og því að læra að þekkja og notfæra sér ýmis merki sem hesturinn gefur tamningamanninum. Jafnframt að kenna hestinum á máli sem hann skilur. Mun Ingimar bæði vera með verklega kennslu sem og fyrirlestra.  Er námskeiðið tilvalið fyrir hinn almenna hestamann sem og tamningafólk.  Hver þátttakandi kemur með algerlega ótamið hross sem hann vinnur með og gerir reiðfært á námskeiðinu.
 
Byrjað er á föstudegi kl. 16.00 og haldið áfram til kl. 22.00. 
Laugardag og sunnudag mun kennsla fara fram frá kl. 10.00 til 16.00. 
Verð kr. 25.000.
Innifalið í verði er hádegismatur laugardag og sunnudag.
 
ATH. Takmarkaður fjöldi !   Fyrstir koma fyrstir fá.
Skuldlausir Sörlafélagar ganga fyrir.
 
Skráning:  fraedslunefnd@sorli.is
 
Kvöldstund með Ingimari:
Ingimar mun einnig halda sýnikennslu á Sörlastöðum föstudaginn 9. mars nk.. 
Er um svipaða sýningu að ræða eins og síðasta vetur og er hún nú endurtekin vegna fjölda áskoranna.
 
Þetta kemur fram í tilkynningu frá fræðslunefnd Sörla.