þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frúin fína og sólin skín - video

2. júlí 2011 kl. 15:51

Frúin fína og sólin skín - video

Áhorfendabrekka Vindheimamela er þéttsetin spjaralitum gestum Landsmóts. Andrúmsloftið er dásamlegt, fólk nýtur sín og þeirra glæsisýninga sem fara fram á gæðingavellinum.

Ein af glæsilegustu konum dagsins er þó eflaust hún Ingibjörg Ólafsdóttir frá Krossi sem er hér á vegum hestamannafélagsins Svaða að veita verðlaun á Landsmóti, prúðbúin í íslenskum þjóðbúning með hin túrkisbláu gleraugu sem verið er að dreifa til áhorfenda þeim að kostnaðarlausu.

Með fylgir myndskeið Hennings Drath frá þessum fallega sumardegi og þegar Hrossarækt.is afhenti Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna  rausnarlegan styrk í morgun.