sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fróðleiksmoli um Orra frá Þúfu

14. maí 2013 kl. 21:35

Fróðleiksmoli um Orra frá Þúfu

Upplýsingar um Orra frá Þúfu í WorldFeng eru miklar að vöxt.

Orri f.Þúfu var kynbótasýndur í fullnaðardóm fjóru sinnum á árunum 1990 og 1991. Hæstan dóm hlaut hann 30.apríl árið 1991, hlaut hann þá 8,31 í aðaleinkun og hafði hann þá hækkað sig úr 8,01 frá árinu áður.

Meðaleinkunn þessara dóma sem Orri hlaut var 8,21 í aðaleinkun, 8,28 f. hæfileika og 8,14 fyrir sköpulag.

Alls hafa 1.569 sköpulagsdómar verið skráðir af afkvæmum Orra og 1.436 fullnaðardómar. Meðaltalseinkunn fyrir sköpulag er 7,99, fyrir hæfileika 7,94 og fyrir  aðaleinkunn er meðaleinkunin 7,96 af þeim 1.436 kynbótadómum sem afkvæmi Orra frá Þúfu hafa fengið.

Hæst eru afkvæmin að fá fyrir vilja eða í meðaleinkunn 8,39 og er fjöldi dóma að baki þeirri tölu 1.141

 

Heimild: www.worldfengur.com

 

 

 

btt.eidfaxi