þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Fróði frá Staðartungu á leið heim í Hörgárdal

20. júlí 2010 kl. 16:17

Fróði frá Staðartungu á leið heim í Hörgárdal

Fróði frá Staðartungu í Hörgárdal er nú að koma heim eftir að hafa þjónað hryssum dyggilega á Suðurlandinu á undanförnum mánuðum. Sem flestum hrossaræktendum mun kunnugt hlaut Fróði 8,20 f. sköpulag, 8,85 f. kosti eða 8,59 í aðaleinkunn á LM 2008 og þriðja sæti 6v. stóðhesta.

Fróði er alhliða gæðingur með frábært tölt og skeið upp á 9,0. Byrjað er að temja fyrstu tryppin undan Fróða og lofa þau góðu. Þeir sem hafa áhuga á að fara með hryssur sína undir þennan kostamikla stóðhest geta snúið sér til Jóns Péturs Ólafssonar í síma 8622070.