fimmtudagur, 17. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Frískandi og fjörugir Vindheimamelar - myndir frá barnaflokki

27. júní 2011 kl. 09:44

Myndir/GHP

Frískandi og fjörugir Vindheimamelar - myndir frá barnaflokki

Hann blæs nokkuð hressilega á Vindheimamelum þennan morgunin. En það kemur ekki að sök, gestir láta vindinn um eyru þjóta og verða frísklegir fyrir vikið. Kynbótasýningarnar hófust í morgun kl. 8 og mun dagskrá standa yfir á Kynbótavellinum til kl. 21.30 í kvöld. Á Gæðingavellinum hefst forkeppni í ungmennaflokki núna kl. 10. Forkeppni í B-flokki hefst svo kl. 14.30.

Þeir sem eru í grennd við Vinheimamela er bent á útvarp Landsmót á tíðninni FM89.7 þar sem hægt er að fylgjast með gangi mála á keppnisbrautum.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá fjörugri forkeppni barnaflokks í gær.